Telja vegginn afspyrnuljótan

Veggurinn sem búið er að reisa við græna gímaldið kemur …
Veggurinn sem búið er að reisa við græna gímaldið kemur þétt upp að blokkinni og var aldrei kynntur fyrir íbúum sem eiga sama rétt á lóðamörkum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi veggur er náttúrulega afspyrnuljótur og kemur alveg upp að verönd íbúðar á 1. hæð og í framhaldi af þessum vegg kemur akvegur sem verður væntanlega með bílastæðum,“ segir Ásgeir Þór Árnason, íbúi í Árskógum 7, um stálþil sem búið er að reisa á lóðarmörkum við vöruhúsið við Álfabakka, án þess að það hafi verið borið undir íbúa. Hann segir að umsókn um járntjaldið hafi verið hafnað af byggingarfulltrúa í ágúst 2024 en síðan samþykkt mánuði síðar.

„Í framhaldi af þessari afgreiðslu hringdi ég í byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar og óskaði eftir að þeir sendu fulltrúa, strax, á staðinn og stöðvuðu helst allar framkvæmdir við húsið í ljósi fjölmargra framkvæmda við gímaldið sem aldrei hefðu fengið kynningu fyrir nágrönnum sem eiga lóð að lóðamörkum. Mér var tjáð að sú vinna væri nú þegar í gangi og veggurinn yrði skoðaður. Óskaði ég eftir að þetta erindi yrði ekki sent í fjölda nefnda heldur beint til byggingarfulltrúa og að samtalið yrði hljóðritað, sem var gert,“ segir Ásgeir.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert