Á rétt á biðlaunum

Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og …
Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og hún var ráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, á lögum samkvæmt rétt á biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hún sagði af sér ráðherradómi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ráðherrar sem láta af embætti sem hafa setið eitt ár eða skemur eiga rétt á þriggja mánaða biðlaunum. Athygli vekur að Ásthildur á rétt á biðlaunum í álíka langan tíma og hún sinnti embætti barna- og menntamálaráðherra, en í dag er alls 91 dagur síðan hún varð ráðherra.

Samkvæmt 5. gr. laga nr. 88/1995 á ráðherra rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaunin ná aðeins til ráðherrahluta launanna, en Ásthildur verður aftur almennur þingmaður og fær því þingfararkaup.

Þetta þýðir einfaldlega að Ásthildur fær áfram sömu laun en greiddur verður mismunurinn á þingfararkaupi og ráðherrakaupi.

Laun hennar á mánuði verða því áfram 2.487.072 krónur næstu þrjá mánuðina. Það sama gerðist þegar ráðherrar Vinstri grænna neituðu að starfa í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert