Borgin selur gistiheimili

Borgin keypti húsið 2017 og nú er það komið í …
Borgin keypti húsið 2017 og nú er það komið í söluferli. mbl.is/Golli

Borgarráð hefur samþykkt að heimila eignaskrifstofu að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar á Sóleyjargötu 27. Húsið er rúmir 360 fermetrar.

Borgin keypti húseignina árið 2017 sem tímabundna lausn til að auka framboð á félagslegu húsnæði í borginni. Húsnæðið er skráð sem gistiheimili og hefur verið í notkun á vegum velferðarsviðs.

Húsnæðið þarfnast orðið endurbóta og er talið heppilegra að selja það í stað þess að ráðast í viðamiklar viðgerðir. Aðgengismálum er einnig ábótavant, þar sem í húsinu er engin lyfta.

Vegna krafna Reykjavíkurborgar um að starfsemi á hennar vegum sé aðgengileg fyrir alla er ekki talið fýsilegt að halda áfram starfsemi borgarinnar í húsnæðinu, segir í greinargerð eignarskrifstofu.

Í gistiheimilinu á Sóleyjargötu 27 eru níu íbúðir sem allar eru með séreldhúsinnréttingu og baðherbergi. Kaupverðið var 240 milljónir króna.

Á sama fundi borgarráðs haustið 2017 fékk einkasalaskrifstofan heimild til þess að kaupa 11 íbúðir víðs vegar um borgina. Alls keypti borgin því 20 íbúðir á einu bretti til að auka félagslegt húsnæði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert