Ekki frekara rask á flugferðum Icelandair

Ekki verður frekara rask á flugum Icelandair vegna lokana á …
Ekki verður frekara rask á flugum Icelandair vegna lokana á Heathrow flugvelli. Ljósmynd/Icelandair

Allt komandi flug Icelandair á Heathrow-flugvöllinn í London er á áætlun. Eldur kviknaði í orkustöð í nágrenni við flugvöllinn í gærmorgun sem olli því að flugvellinum var lokað vegna rafmagnsleysis. Öllum flugferðum Icelandair til Heathrow var aflýst í gær.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við mbl.is að ekkert frekara rask muni verða á flugferðum Icelandair vegna lokana á flugvellinum. 

Að sögn Guðna verður einni ferð Icelandair á Heathrow flogið á breiðþotu svo að hægt sé að koma fleiri farþegum fyrir í vélinni til þess að bregðast við því raski sem varð vegna flugferða sem var aflýst í gær. 

„Öllum farþegum hefur verið komið fyrir í flugi með öðrum leiðum, þá annaðhvort með flugi á aðra flugvelli eða með því að bæta við sætafjölda. Það munu því allir komast í flug í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert