Hjúkrunarheimili á Loftleiðasvæðinu

Skrifstofuhúsnæði Icelandair verður breytt í hjúkrunarheimili á næstu misserum.
Skrifstofuhúsnæði Icelandair verður breytt í hjúkrunarheimili á næstu misserum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum mjög spennt fyr­ir þessu svæði og telj­um að þarna muni fara vel um fólk,“ seg­ir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Reita.

Reit­ir eru nú á loka­metr­un­um við vinnu að und­ir­bún­ingi þess að breyta fyrr­ver­andi skrif­stofu­hús­næði Icelanda­ir á Loft­leiðasvæðinu við Naut­hóls­veg í hjúkr­un­ar­heim­ili.

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í nóv­em­ber síðastliðnum hafa Reit­ir kynnt þróun og fjöl­breytta upp­bygg­ingu svo­nefnds lífs­gæðakjarna á um­ræddu svæði en skrifað var und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þess efn­is fyrr á síðasta ári.

Auk hjúkr­un­ar­heim­il­is hafa Reit­ir einnig mótað hug­mynd­ir um íbúðaupp­bygg­ingu á þessu svæði fyr­ir um 120 íbúðir, blöndu af þjón­ustu­íbúðum og al­menn­um leigu­íbúðum. Í þjón­ustukjarna yrði meðal ann­ars mat­vöru­versl­un og heilsu­tengd starf­semi.

Guðni seg­ir að um­rætt hjúkr­un­ar­heim­ili verði stórt og veg­legt. Bygg­ing­in er rúm­lega sex þúsund fer­metr­ar að stærð.

„Á heim­il­inu er gert ráð fyr­ir um 90 her­bergj­um og húsið hent­ar ágæt­lega. Staðsetn­ing­in er framúrsk­ar­andi, aðkom­an sömu­leiðis og við húsið eru næg bíla­stæði sem er orðið sjald­gæft nú á dög­um.“

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Guðni Aðalsteinsson.
Guðni Aðal­steins­son. mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert