Hlutfallið miklu hærra en 1%

23% barna með slæma fjárhagsstöðu upplifa litla lífsánægju.
23% barna með slæma fjárhagsstöðu upplifa litla lífsánægju. Ljósmynd/Colourbox

Í könnun sem lögð er fyrir grunnskólanemendur í 4.-10. bekk árlega á vegum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar kemur í ljós að 85% barna segja fjárhagsstöðu fjölskyldunnar góða, 14% segja hana miðlungs og 1% segja hana slæma eða mjög slæma.

Þessar upplýsingar komu fram í erindi Sigrúnar Daníelsdóttur, verkefnastjóra geðræktar hjá embætti landlæknis, sem hún hélt á málþingi á alþjóðlega hamingjudeginum sl. fimmtudag í Háskóla Íslands, um líðan, tengsl og öryggi barna eftir fjárhagsstöðu, en unnið var með gögn 6.-10. bekkjar.

„Í þessu samhengi þarf að benda á að ef maður horfir á opinber gögn frá Hagstofu er hlutfall barna sem búa a heimilum undir lágtekjumörkum miklu hærra hlutfall en 1%, eða 13%, og þarf að hafa í huga að hér eru börn að meta stöðuna og ekki hægt að alhæfa og segja að öll börn sem búa við þrengri kost séu einsleitur hópur.“

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert