Hópslagsmál og allar fangageymslur fullar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Mynd …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði nóg að gera í nótt. Mynd úr safni. mbl.is/Ari

Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Svo margir voru handteknir að fangageymslur á Hverfisgötu og Suðurnesjum fylltust og þurfti að vista menn á Akranesi fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu í morgun.

Þar segir að tilkynnt hafi verið um hópslagsmál í miðborginni. Tveir hafi hlotið meiðsli og nokkur fjöldi handtekinn í þágu rannsóknar.

Í gærkvöldi var greint frá stunguárás á Ingólfstorgi um klukkan 23 þar sem tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert