Mikill viðbúnaður er nú við Kirkjusand þar sem leitað er að manni. Þyrla Landshelgisgæslunnar aðstoðar við leitina, kafarar eru einnig á svæðinu sem og björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, staðfesti í samtali við mbl.is að Landsbjörg sé að aðstoða við leitina.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti einnig að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið ræst út til þess að aðstoða við leitina.