Leitað að manni við Kirkjusand

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með viðbúnað vegna leitarinnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með viðbúnað vegna leitarinnar. mbl.is/Ólafur Árdal

Mikill viðbúnaður er nú við Kirkjusand þar sem leitað er að manni. Þyrla Landshelgisgæslunnar aðstoðar við leitina, kafarar eru einnig á svæðinu sem og björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, staðfesti í samtali við mbl.is að Landsbjörg sé að aðstoða við leitina.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfesti einnig að þyrla Landhelgisgæslunnar hefði verið ræst út til þess að aðstoða við leitina.

Mikill viðbúnaður er í grennd við Kirkjusand.
Mikill viðbúnaður er í grennd við Kirkjusand. Ljósmynd/Aðsend
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leit.
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leit. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert