Tveir eru á sjúkrahúsi eftir stunguárás og hópslagsmál í miðborginni í nótt. Þrettán aðilar eru í haldi lögreglu, tíu í tengslum við stunguárásina og svo þrír í tengslum við hópslagsmál sem áttu sér stað í kjölfarið en ekki er vitað hvort málin tvö tengist.
Þetta staðfestir Elín Agnes Eide Kristínardóttir yfirlögregluþjónn, í samtali við mbl.is.
Greint var frá stunguárásinni seint í gærkvöldi en hún átti sér stað á Ingólfstorgi. Mikill viðbúnaður lögreglu var á svæðinu vegna árásarinnar.
Tveir eru særðir eftir árásina, annar var stunginn í þrígang og hinn var barinn í höfuðið með vopni. Elín Agnes segir að mennirnir séu eðli máls samkvæmt nokkuð slasaðir en séu hins vegar ekki í lífshættu.