Málið umfangsmikið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að taka skýrslur af fólki í tengslum við stunguárás og hópslagsmál í miðborginni í nótt. Að sögn Elínar Agnesar Eide Krist­ín­ar­dótt­ur yf­ir­lög­regluþjóns er málið umfangsmikið. 

Greint var frá stungu­árás­inni seint í gær­kvöldi en hún átti sér stað á Ing­ólf­s­torgi. Mik­ill viðbúnaður lög­reglu var á svæðinu vegna árás­ar­inn­ar. 

Tveir voru fluttir á sjúkrahús, ann­ar var stung­inn í þrígang og hinn var bar­inn í höfuðið með vopni.

Þrettán manns eru enn í haldi lög­reglu, tíu í tengsl­um við stungu­árás­ina og svo þrír í tengsl­um við hópslags­málin. 

Að sögn Elínar er enn margt á huldu varðandi málið og vinnur lögregla að því að ná yfirsýn á málið. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert