Mannsins er enn leitað

Mikill viðbúnaður er á svæðinu,
Mikill viðbúnaður er á svæðinu, mbl.is/Ólafur Árdal

Enn stend­ur yfir leit að mann­in­um sem leitað hef­ur verið að við Kirkju­sand í all­an dag. Leit­ar­svæðið hef­ur verið stækkað og viðbúnaður er mik­ill.

Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að leit standi enn yfir. 

Leit­in hófst í morg­un á átt­unda tím­an­um og var þá leitað við Kirkju­sand. Nú hef­ur leit­ar­svæðið verið stækkað og er leitað á stærra svæði við strand­lengj­una, að hans sögn. 

Eins og áður seg­ir er mik­ill viðbúnaður á svæðinu en Jón Þór seg­ir að leit muni standa yfir í dag fram til myrk­urs. 

Upp­fært 17:05:

Maður­inn er enn ófund­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert