Sorpa hefur farið þess á leit við Úrvinnslusjóð að fá hærri greiðslur frá sjóðnum til að mæta auknum kostnaði byggðasamlagsins vegna handflokkunar drykkjarumbúða frá öðrum blönduðum pappír í fyrra.
Alls fer Sorpa fram á að fá rúmar 67 milljónir króna fyrir árið 2024 en jafnframt er farið fram á að Úrvinnslusjóður endurskoði ákvörðun sína um að hafna sams konar beiðni fyrir árið 2023.
Hljóðaði sú beiðni upp á tæpar 15 milljónir króna en hún náði aðeins til hluta ársins.
Fjallað var um eldri kröfu Sorpu í Morgunblaðinu í fyrra. Þar kemur fram að þennan aukna kostnað megi rekja til þess að 1. júlí 2023 hóf Sorpa að senda blandaðan pappír til Svíþjóðar þar sem drykkjarumbúðir eru flokkaðar sérstaklega út með handvirkum hætti.
Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.