Vantar talsverðan skýrleika í atburðarásina

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eyþór

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tel­ur að tals­verðan skýr­leika vanti inn í þá at­b­urðarás sem leiddi til þess að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir sagði af sér embætti mennta- og barna­málaráðherra. 

„Mér finnst tals­verðan skýr­leika vanta inn í þessa at­b­urðarás og það ferli sem fer af stað þegar er­indi berst for­sæt­is­ráðuneyt­inu. Ég bíð eft­ir skýr­ari svör­um frá for­svars­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Sig­urður Ingi í sam­tali við mbl.is.

Margt bendi til trúnaðarbrests

Sig­urður Ingi tel­ur að margt bendi til þess að trúnaðarbrest­ur hafi átt sér stað inn­an for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur tekið fyr­ir það að trúnaðarbrest­ur hafi átt sér stað.

Sig­urður Ingi tel­ur þó að at­b­urðarás­in sé ekki skýr og því erfitt að leggja á það dóm. Hann set­ur þó spurn­ing­ar­merki við það hvers vegna málið tók svo lang­an tíma og af hverju ekk­ert hafi verið gert fyrr en fjöl­miðlar voru komn­ir í málið. 

„Það er mjög margt í þessu máli sem þarfn­ast frek­ari skýr­inga af hálfu for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar enda er margt í ferl­inu sem ork­ar tví­mæl­is.“

Eðli­legt að nefnd­in taki málið fyr­ir

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar hafi komið til álita að taka meint­an trúnaðarbrest inn­an for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins til um­fjöll­un­ar á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. Sig­urður Ingi seg­ir það full­komn­lega eðli­legt.

„Ég veit ekki hvort það standi til að taka málið til um­fjöll­un­ar en mér þætti það full­komn­lega eðli­legt. Þetta varðar það með hvaða hætti al­menn­ing­ur hef­ur sam­band við stjórn­sýsl­una og hvernig farið er með slík­ar upp­lýs­ing­ar. Það er því full­komn­lega eðli­legt að nefnd­in fari yfir það.“

Áhyggju­efni að menn höndli ekki stöðu sína

Eft­ir að Ásthildi Lóu var tjáð hver hefði beðið Kristrúnu um fund til þess að ræða um mál­efni Ásthild­ar þá setti hún  sig í beint sam­band við kon­una og mætti heim til henn­ar. Þessu hef­ur verið líkt við það þegar Inga Sæ­land setti sig í sam­band við skóla­meist­ara Borg­ar­holts­skóla vegna skóp­ars sem barna­barn henn­ar fann ekki.

Sig­urður Ingi var spurður hvort að slík vinnu­brögð væru áhyggju­efni.

„Ég tek und­ir það að þetta sé áhyggju­efni, það er áhyggju­efni að menn höndli ekki stöðu sína bet­ur en þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert