Alma: „Harmleikur fyrir hana“

Alma Möller er hún gekk á fund forseta.
Alma Möller er hún gekk á fund forseta. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég virði ákvörðun ráðherrans, þetta er harmleikur fyrir hana og hugur minn er hjá Ásthildi Lóu á þessari stundu,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra er hún gekk á ríkisráðsfund á Bessastöðum rétt í þessu.

Spurð hvaða áhrif afsögn Ásthildar hafi haft á andrúmsloftið í ríkisstjórninni segir Alma að málið muni þjappa þeim saman. 

„Við erum samheldin ríkisstjórn og verðum það áfram.“

Ertu sammála ákvörðuninni?

„Ég hef ekki allar hliðar málsins en þetta er sú ákvörðun sem hún tók,“ segir Alma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert