Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, tók við lyklunum af Ernu Kristínu Blöndal ráðuneytisstjóra síðdegis.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi ráðherra, var ekki viðstödd lyklaskiptin.
Ásthildur Lóa neitaði að tjá sig við fjölmiðla er hún mætti á ríkisráðsfundinn á Bessastöðum og þá yfirgaf hún fundinn bakdyramegin.