Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, neitaði að svara spurningum fjölmiðla er hún mætti á Bessastaði fyrir ríkisráðsfund rétt í þessu.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var spurð hvort það hafi verið erfið ákvörðunin að skipa Guðmund Inga Kristinsson sem nýjan ráðherra og svaraði hún neitandi.
Inga segir einhug hafa verið um Guðmund Inga sem nýjan ráðherra.
Telurðu rétt að Ásthildur Lóa hafi átt að segja af sér?
„Ég tel að Ásthildur hafi brugðist alveg hárrétt við.“