Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds á geymslusvæði í Hellnahverfi í Hafnarfirði. Tveir dælubílar og einn tankbíll eru á vettvangi.
„Það gengur ágætlega að slökkva eldinn,“ segir Ásgeir Valur, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við mbl.is.
Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan níu í morgun.