Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins, mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem mennta- og barnamálaráðherra.
Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins.
Boðað hefur verið til ríkisráðsfunda á Bessastöðum í dag. Hefst sá fyrri klukkan 15 en sá síðari klukkan 15.15.
Guðmundur Ingi hefur setið á þingi frá árinu 2017. Hann hefur verið formaður þingflokks Flokks fólksins frá 2018.
Ekki náðist Guðmund Inga og Ingu Sæland við vinnslu fréttarinnar.