Hátt í 40 skjálftar mælst síðan í morgun

Stærsti skjálftinn mældist 2,3.
Stærsti skjálftinn mældist 2,3. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Hátt í 40 skjálftar hafa mælst í Öxarfirði frá því í morgun. Stærsti skjálftinn mældist 2,3 þegar klukkan var ellefu mínútur gengin yfir ellefu í morgun. 

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hún segir að upptök skjálftanna séu um tíu kílómetra vestur af Kópaskeri. Skjálftarnir eru á Tjörnesbrotabelti og segir Sigríður að algengt sé að skjálftar mælist á svæðinu. 

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum á svæðinu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert