Inga: „Fjölmiðlar eigi bara að gera sitt besta“

Inga Sæland á Bessastöðum.
Inga Sæland á Bessastöðum. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég held að fjöl­miðlar eigi bara að gera sitt besta hverju sinni,“ svaraði Inga Sæ­land spurð hvað henni fynd­ist um um­fjöll­un fjöl­miðla í tengsl­um við mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra.

Inga sagði það hafa verið dap­ur­legt að kveðja Ásthildi Lóu, „en við erum að fá mjög traust­an og ynd­is­leg­an mann í staðinn sem mun halda áfram því góða verki sem Ásthild­ur Lóa var búin að hrinda af stað.“

Hún sagði ákvörðun­ina um Guðmund Inga Krist­ins­son sem nýj­an ráðherra hafa legið ljóst fyr­ir.

Verður ein­hver stefnu­breyt­ing með nýj­um barna­málaráðherra?

„Nei, ég held að enn sem komið er þá leyf­um við hon­um að feta sig í ráðuneyt­inu og finna sinn takt þar.“

Það hef­ur verið nefnt að Kol­brún Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ir þingmaður sé barna­sál­fræðing­ur, hef­ur Guðmund­ur ein­hverja reynslu þegar kem­ur að mennta­mál­um?

„Guðmund­ur hef­ur mikla reynslu af öll­um mál­um. Hann hef­ur verið á Alþingi Íslend­inga síðan 2017.“

Inga sagði málið vera enn eitt málið sem þjappi rík­is­stjórn­inni sam­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert