Konur slógust fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði

Hafnarfjörður. Myndin er úr safni.
Hafnarfjörður. Myndin er úr safni. mbl.is/mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur konum sem voru í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls var 71 mál skráð í kerfi lögreglu, nokkuð var um hávaðatilkynningar ásamt grunsamlegum mannaferðum í ýmsum hverfum borgarinnar. 

Í Hafnarfirði var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna slagsmála og eignarspjalla.

Einnig voru tveir menn handteknir í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir höfðu verið til vandræða.  Mennirnir voru fluttir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af þeim og í framhald var þeim sleppt.

Þá hafði lögregla afskipti af pari sem var að stela úr verslun í Garðabæ. Málið var afgreitt með vettvangsformi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert