Haldið verður áfram að leita mannsins sem leitað var að í gær við Kirkjusand. Leit stóð yfir manninum frá klukkan átta í gærmorgun og þar til myrkur tók við.
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Leitin er umfangsmikil en leitarsvæðið var stækkað síðdegis í gær. Björgunarsveitir, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa meðal annars komið að leitinni.
Aðspurður segist Jón Þór ekki hafa upplýsingar um hvort leitað verði á enn stærra svæði í dag.