Myndir: Töluvert tjón eftir akstur utan vega

Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu.
Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Töluverðar skemmdir hafa orðið á jarðveginum á Hólmsheiði vegna buggý-bíla sem hafa keyrt yfir jarðveg þar sem akstur vélknúinna ökutækja er bannaður. 

Blaðamaður ræddi við Ingólf Guðmundsson sem var að ganga með hundinn sinn er hann sá bílana. Hann hefur vanið komur sínar á Hólmsheiðina og oft séð buggý-bíla keyra á svæðinu, en þó ekki utan vegar.  

Ingólfur segir að um 10 til 15 bílar hafi verið á svæðinu og að þeir hafi meðal annars keyrt yfir runna, mosa og annan gróður sem olli nokkru tjóni. 

Samkvæmt lögum um náttúruvernd er óheimilt að aka utan vega. 

Nokkurt tjón er á jarðveginum.
Nokkurt tjón er á jarðveginum. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Vandamál sem þarf að sinna

Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, var stödd erlendis er blaðamaður náði tali af henni en hún hafði ekki heyrt um þetta mál sérstaklega. 

Sigrún segir að akstur utanvega sé vandamál sem þurfi að sinna en að áskorun sé að ná utan um það. 

„Endrum eins berast svona tilkynningar og það er bara mjög mikilvægt að aka á vegum og virða náttúruna,“ segir Sigrún. 

mbl.is/Ingólfur Guðmundsson
Svæðið þar sem utanvegaaksturinn átti sér stað.
Svæðið þar sem utanvegaaksturinn átti sér stað. kort/ja.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert