Ríkisstjórnarsamstarfið: Eins og mörg slæm fyllerí í röð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hætt er við því að það mynd­ist ákveðið Þol hjá al­menn­ingi gagn­vart sí­end­ur­tekn­um hneykslis­mál­um sem skekið hafa rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur. Þetta er mat Diljár Mist­ar Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

    Hún er gest­ur Spurs­mála að þessu sinni ásamt Snorra Más­syni, þing­manni Miðflokks­ins. Þar ræða þau stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ljósi nýj­asta máls­ins sem reynt hef­ur á rík­is­stjórn­ina - af­sögn Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur.

    Orðaskipt­in um þessi mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig eru þau rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Segj­ast ætla að sitja að völd­um í 8 til 12 ár

    „Þetta er alltaf heild­ar­mynd. Á ein­hverj­um tíma­punkti myndi maður vona að það sé eitt­hvað sem muni fylla mæl­inn. Þegar Sam­fylk­ing­in hef­ur samt uppi stór orð manna á mill­um að þetta sé bara fyrsta árið af átta árum eða tólf við stjórn­völ­inn. Þess vegna eru þau kom­in með þetta fína þing­flokks­her­bergi. Ef menn eru með slík­ar hug­sjón­ir þá þurfa þeir kannski að fara að hug­leiða að mynda ein­hverja sjálf­bær­ari sam­starfs­heild inni í þing­inu sem þau geta treyst að sé að vinna að mál­un­um en sé ekki hrein­lega að skandalísera.“

    „Það koma upp þessi eins og  við höf­um farið yfir hneykslis­mál sem við höf­um farið yfir, trekk í trekk. Það er stóra Nike-skóa málið, það eru um­mæli um dóm­stóla, það eru um­mæli um fjöl­miðla, það er þetta ný­leg­asta málið sem er stóra biðlauna­málið, vara­sjóður heim­il­anna og svo bæt­ist þetta við.“

    Styrk­ir til Flokks fólks­ins sem búið er að hvítþvo al­gjör­lega í fjár­málaráðuneyt­inu.

    „Það er búið að kyngja ansi mörgu,“ skýt­ur Snorri inn í.

    Og Diljá bæt­ir við:

    „Já, er það ekki hætt­an? Maður hugs­ar, drop­inn hlýt­ur að fylla mæl­inn, eða mynd­ast bara ákveðið þol. Fólk sem fer á mörg slæm fylle­rí í röð. Þetta jafn­ast bara út og svo er það bara af­rétt­ari dag­inn eft­ir og allt fallið í ljúfa löð. Maður hef­ur líka áhyggj­ur af því.“

    Og Snorri velt­ir vöng­um yfir stöðu Viðreisn­ar og hvernig því fólki sem fer fyr­ir flokkn­um hljóti að líða.

    „Ef maður set­ur sig í spor Viðreisn­ar. Þá er þetta fólk sem vill fara inn og vinna að ákveðnum verk­efn­um en það er sí­fellt verið að sprengja áform fólks í loft upp því auðvitað vilja þau fá umræðu í sam­fé­lag­inu um þau mál sem þau eru að vinna að. Þau eru nátt­úru­lega að reyna að troða okk­ur inn í þetta er­lenda ríkja­sam­band. Þau myndu vilja hafa það í for­grunni en ekki Nike skó eða hvað er í mál­inu. Þetta hlýt­ur að þreyta fólk en þá er spurn­ing á hvaða tíma­punkti ráðherra­stóll­inn er far­inn að hlýja fólki og mikið.“

    Viðtalið við Snorra og Diljá má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert