25 menntamálaráðherrar koma saman í Hörpu

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, flutti tölu við upphaf …
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, flutti tölu við upphaf fundarins í morgun. mbl.is/Karítas

Leiðtogafundur ISTP (International Summit on the Teaching Profession) hófst í dag í Hörpu, en um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði menntamála sem haldinn hefur verið á Íslandi.

25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu þátttökuríkja og sendnefndum OECD …
25 menntamálaráðherrar sækja fundinn ásamt kennaraforystu þátttökuríkja og sendnefndum OECD og Education International. mbl.is/Karítas

Á fundinn koma 25 menntamálaráðherrar og kennaraforysta þátttökuríkja saman ásamt sendinefndum OECD og Education International (Alþjóðlegu kennarasamtökin) til að ræða málefni kennara og menntaumbætur. 

Fundurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2011 og er þetta í fjórða skipti sem Ísland tekur þátt.

Fundurinn stendur til miðvikudags, 26. mars.

Katrín Jakobsdóttir flutti tölu við upphaf fundarins.
Katrín Jakobsdóttir flutti tölu við upphaf fundarins. mbl.is/Karítas
mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert