Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins mun ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Þetta kom fram við upphaf þingfundar sem hófst kl. 15.
Eins og kunnugt er sagði Ásthildur Lóa af sér sem mennta- og barnamálaráðherra eftir að greint var frá því í fjölmiðlum að hún hefði eignast barn með 16 ára gömlum unglingspilti þegar hún var 22 ára gömul.
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherrastólnum af Ásthildi Lóu í gær.
Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerði grein frá fjarveru Ásthildar Lóu við upphaf fundar.
1. varamaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, Elín Íris Fanndal, hleypur í skarðið fyrir Ásthildi Lóu.