Brautin gæti opnast á miðnætti

Bolum felldra trjáa hefur verið staflað snyrtilega upp í Öskjuhlíð …
Bolum felldra trjáa hefur verið staflað snyrtilega upp í Öskjuhlíð en þeir voru felldir í öðrum fasa verkefnisins. Sá þriðji lýtur að hreinsun. mbl.is/Ólafur Árdal

Sá hluti trjáa í Öskjuhlíð sem út af stóð til þess að unnt yrði að opna austur-vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur verið felldur.

Gangi allt eftir verður flugbrautin opnuð á miðnætti í kvöld.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er trjáfellingu lokið og á laugardag voru teknar drónamyndir af svæðinu. Heimildir blaðsins herma að Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, fari yfir myndefnið í dag. Þannig verður gengið úr skugga um að öll þau tré sem sköguðu upp í svokallaðan VSS-aðflugsflöt eða áttu 50 cm eða minna í að ná upp í flötinn hafi verið felld.

Staðfesti myndefnið að aðflugsflöturinn teljist nú hindranalaus kemur það í hlut Samgöngustofu að aflétta tilskipun um lokun austur/vestur-flugbrautarinnar. Í kjölfarið mun Isavia ANS senda tilkynningu til flugmanna um opnun brautarinnar sem tekur þá gildi á miðnætti þess dags sem hún er send.

Samkvæmt heimildum blaðsins standa vonir til þess að tilskipun um lokun verði aflétt í dag og flugbrautin verði þá formlega opnuð nú á miðnætti.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert