Fékk óvænt bíl að gjöf

Kristján mætti ásamt bróður sínum og pabba á bílasöluna.
Kristján mætti ásamt bróður sínum og pabba á bílasöluna. Ljósmynd/Ásmundur Friðriksson

Sunnlendingurinn Kristján Magnússon fékk heldur betur óvæntan glaðning þegar hann fór í Reykjanesbæ með pabba sínum og bróður síðasta föstudag.

Kristján, sem er fatlaður einstaklingur, þurfti nýjan bíl þar sem sá gamli var kominn að þolmörkum og þá tóku nokkrir Suðurnesjamenn sig saman og fóru í málið.

„Vinur minn var orðinn bíllaus í sveitinni og þetta er maður sem fer víða um sveitirnar. Hann heimsækir fólk, er með hross og kindur og þarf að snúast í kringum það og þarf góðan bíl,“ segir Ásmundur Friðriksson í samtali við Morgunblaðið.

Skötumessan í Garði, Blue-bræðurnir Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Þorsteinsson ásamt Kjartani Steinarssyni bílasala tóku sig saman og gáfu honum Dacia Duster. Kristján mætti á bílasöluna K. Steinarsson ásamt pabba sínum og bróður en þá vissi Kristján ekki að hann myndi fá gefins bíl.

„Þetta var þannig að pabbi hans og bróðir komu með hann hingað og hann náttúrlega vissi ekkert hvað stóð til, annað en það væri hugmynd að kaupa bíl. Svo er hann leiddur að borðinu til að kvitta undir og hann sagði: „Á ég ekki að skrifa undir lánið?“ Það var auðvitað ekkert lán,“ segir Ásmundur og hlær.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert