„LAS Saddam“ veitist að bakaríi

Dagshríð var gerð að Bernhöftsbakaríi um helgina og skilaboðin ekki …
Dagshríð var gerð að Bernhöftsbakaríi um helgina og skilaboðin ekki auðskilin. mbl.is/Ólafur Árdal

„Við erum búin að þrífa meirihlutann af þessu núna, þetta var svo sem ekki bakaríið sjálft, það slapp alveg, þetta var blokkin við hliðina á okkur, þetta byrjaði þar á bílageymslunni og náði svo alveg út eftir Skúlagötunni og alveg út á Frakkastíg,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari hjá Bernhöftsbakaríi, við mbl.is um veggjakrot með torkennilegum boðskap á nágrannahúsum bakarísíns í Skuggahverfinu um helgina.

Spurður út í boðskap hinna óþekktu listamanna segir Sigurður þá hafa ritað „LAS Saddam“ á veggina og kvaðst hann ekki hafa vitneskju um hvernig slík atlaga tengdist bakaríi íslensku.

mbl.is/Ólafur Árdal

„Þeir ætla að fara í öryggismyndavélarnar á morgun,“ segir Sigurður um rannsókn málsins og bætir því við aðspurður að hann þori ekki að fullyrða um hver beri tjónið. „Það er hvort sem er verið að mála blokkina við hliðina á okkur, en það þarf væntanlega að kalla út menn til að hreinsa þetta,“ segir bakara- og kökugerðarmeistarinn að lokum.

mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert