„Ég er búin að lenda í ólýsanlegum aðstæðum með þetta barn mitt síðan í desember, sem mér hefði aldrei getað dottið í hug að gæti gerst á svona stuttum tíma,“ segir móðir stúlku í grunnskóla í Garðabæ, sem féll í mikla óreglu eftir að kennarar lögðu niður störf í vetur.
Áður þótti hún fyrirmyndarnemandi sem skaraði fram úr í námi.
Móðirin segir kerfið úrræðalaust gagnvart vandamálum dóttur sinnar. Hún hafi lært það á undanförnum mánuðum að afbrotahegðun hennar hafi engar afleiðingar þar sem hún sé undir sakhæfisaldri.
Hún hóf fyrst að drekka í desember og hefur síðan leiðst út í fleiri vímugjafa.
Ítarlegt viðtal má lesa í Morgunblaðinu í dag.