Sjö enn í varðhaldi

Jón Gunnar Þórhallsson.
Jón Gunnar Þórhallsson. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Sjö eru enn í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á manndráps-, frelsissviptingar- og fjárkúgunarmáli sem upp kom þegar maður fannst þungt haldinn og lést á sjúkrahúsi þann 10. mars. 

Jón Gunnar Þórhallsson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, segir lögreglu sífellt meta hvort ástæða sé til þess að halda fólki áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna.

„Við erum að meta þetta mörgum sinnum á dag,“ segir Jón Gunnar.  

Fimm hafa nú verið á aðra viku í gæsluvarðhaldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka