Ásthildur Lóa fékk algjöra sérmeðferð hjá bankanum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Lög­menn­irn­ir Árni Helga­son og Sig­urður G. Guðjóns­son eru sam­mála um að sú meðferð sem Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar fengu hjá viðskipta­banka sín­um í kjöl­far hruns­ins sé eins­dæmi.

    Upp­lýs­ing­ar dúkkuðu upp

    Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Spurs­mála. Þar eru til umræðu upp­lýs­ing­ar sem dúkkuðu upp í dóms­máli sem Ásthild­ur Lóa og maður henn­ar höfðuðu gegn sýslu­manni vegna meints tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyr­ir vegna fram­göngu embætt­is­ins í tengsl­um við nauðung­ar­sölu á hús­eign þeirra.

    Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra.
    Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra. mbl.is/​Karítas

    Keyptu húsið á 12 ára gömlu verði

    Hús­eign­in er í dag í eigu þeirra eft­ir að þau keyptu hana aft­ur af Ari­on banka, stofn­un­inni sem leyst hafði fast­eign­ina til sín. Í fyrr­nefndu dóms­máli var upp­lýst að þau hefðu árið 2019 keypt hús­eign­ina af bank­an­um á 55 millj­ón­ir króna, eða sömu fjár­hæð og þau höfðu greitt fyr­ir hana 12 árum fyrr, eða árið 2007.

    Nefn­ir Árni að sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­um um fast­eigna­markaðinn á ár­inu 2019 að hús­næðið sem Ásthild­ur Lóa keypti hafi í raun verið tug­um millj­óna verðmæt­ara en sem nam kaup­veðrinu.

    Ásthildur Lóa ásamt manni sínum, Hafþóri Ólafssyni, og lögmanni þeirra …
    Ásthild­ur Lóa ásamt manni sín­um, Hafþóri Ólafs­syni, og lög­manni þeirra hjóna, Sæv­ari Þór Jóns­syni þegar málið var tekið fyr­ir í héraðsdómi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

    Bank­ar með ákveðnar verklags­regl­ur

    Árni út­skýr­ir í þætt­in­um hvernig bank­ar hafi ákveðnar regl­ur um það hvernig þeir meðhöndla fulln­ustu­eign­ir. Hann seg­ist ekki þekkja eitt ein­asta dæmi um það að fólk hafi fengið að leysa til sín eign­ir á eld­gömlu verði.

    Seg­ir hann raun­ar að hann hafi aldrei haft hug­mynda­flug til þess að þrýsta á fjár­mála­stofn­an­ir um að ganga til viðlíka samn­inga fyr­ir hans skjól­stæðinga.

    Enn frem­ur nefn­ir hann að sú meðferð sem Ásthild­ur Lóa virðist hafa notið af hálfu Ari­on banka sé í miklu ósam­ræmi við orðræðu sem hún hef­ur árum sam­an haft uppi sem formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

    Þá hafi stein­inn í raun tekið úr þegar hún lýsti full­komnu frati á ís­lensku dóms­kerfi eft­ir að dóm­ari gerði ekk­ert úr full­yrðing­um henn­ar í fyrr­nefndu máli um að hún hefði verið hlunn­far­in vegna fram­göngu sýslu­manns.

    Viðtalið við þá Árna Helga­son og Sig­urð G. Guðjóns­son má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert