Telur tjónið hlaupa á tugum milljóna

Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu.
Keyrðu bílarnir yfir mosa, runna og annan gróður á svæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Landeigandi á Höfða hefur tilkynnt utanvegaakstur buggý-bíla á svæðinu til lögreglu og Umhverfisstofnunar. Landeigandinn segist aldrei hafa séð jafn mikið tjón af utanvegaakstri á svæðinu áður og telur að tjónið hlaupi á tugmilljónum króna. 

Mbl.is greindi frá því í gær að miklar skemmdir hefðu orðið á jarðveginum á Hólmsheiði vegna svokallaðra buggý-bíla. Ræddi blaðamaður við Ingólf Guðmundsson sem var sjónarvottur að atvikinu. 

Nokkurt tjón er á jarðveginum.
Nokkurt tjón er á jarðveginum. Ljósmynd/Aðsend

Ófögur aðkoma

Ingólfur sagði að það hefði verið hópur af 10 til 15 buggý-bílum sem hefði verið keyrt yfir jarðveginn. Samkvæmt lögum um náttúruvernd er óheimilt að aka utan vega. 

Landeigandinn á Höfða sem mbl.is ræddi við segir að aðkoman að svæðinu hafi ekki verið fögur. Hann segir að mikið rask hafi orðið á svæðinu og að mikið þurfi til að laga jarðveginn. 

„Þetta verður bara til þess að maður setur upp hlið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert