Brot gegn kennurum verða skráð fyrst

Ekkert miðlægt atvikaskráningarkerfi er nú fyrir hendi til að halda …
Ekkert miðlægt atvikaskráningarkerfi er nú fyrir hendi til að halda utan um ofbeldisbrot barna eða ofbeldi gegn börnum í skólum borgarinnar. mbl.is/Karítas

Reykjavíkurborg hyggst leggja áherslu á að skrásetja fyrst ofbeldi af hálfu barna í garð kennara áður en ofbeldi gegn börnum verður skrásett er borgin innleiðir nýtt atvikaskráningarkerfi vegna ofbeldis í skólum.

Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Morgunblaðið og mbl.is hafa undanfarnar vikur greint frá ofbeldi meðal grunnskólabarna. Brotin eru alvarleg og eru dæmi um að ofbeldið sé skipulagt og börn hafi hlotið varanlegan skaða. Foreldrar kvarta sáran undan úrræðaleysi og skorti á upplýsingum frá skólanum.

Ekkert miðlægt atvikaskráningarkerfi er nú fyrir hendi til að halda utan um ofbeldisbrot barna eða ofbeldi gegn börnum í skólum borgarinnar.

Soffía Ámundadóttir, kennari til þrjátíu ára og sérfræðingur um ofbeldi meðal barna, hefur sagt að ofbeldi sé að verða algengara meðal barna og grófara. Í viðtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði gagnrýndi hún m.a. skort á miðstýrðum verkferlum og skráningu atvika.

„Fræðin segja okkur það að ef við viljum ekki tala um þetta þá breytist ekki neitt. Þetta viðmót okkar – „æ, þetta reddast bara“ – það er bara ekkert að fara að gerast,“ sagði Soffía í viðtalinu í febrúar.

Vinna að öflun upplýsinga

Í svarinu kemur fram að mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar vinni að því að koma upp miðlægu og rafrænu atvikaskráningarkerfi.

Í fyrstu verða þó aðeins skráð tilvik þar sem starfsfólk borgarinnar verður fyrir ofbeldi, ekki börnin. Er þá um að ræða ofbeldi sem nemendur og/eða aðrir beita starfsfólk borgarinnar.

Í svari sviðsins kemur þó einnig fram að skóla- og frístundasvið vinni að öflun upplýsinga frá grunnskólum varðandi ofbeldi á yfirstandandi skólaári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert