Eðlilegt að virknin færist til vesturs

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, segir að virknin sé að færast út …
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, segir að virknin sé að færast út á miðjan sprungusveiminn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Virknin er að færast út á miðjan sprungusveiminn, sem þýðir að það gýs líklegast næst í Eldvörpum eða Reykjanestá eða þar í kring. Það er ekki að fara gerast á morgun eða hinn, þetta tekur tíma,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga.

Rúmmál kviku undir Svartsengi hefur aldrei mælst meira frá því að goshrina hófst í desember árið 2023. Margir hafa velt vöngum yfir því hvort goshrinunni á Sundhnúkagígaröðinni sé að ljúka. Ármann segir að það gæti verið. Mögulega gæti gosið í eitt skipti í viðbót en það yrði þó lítið. Hann telur eðlilegt að virknin færist til vesturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert