Nýr kjarasamningur leikara og dansara undirritaður

Samningurinn gildir til 31. janúar 2028.
Samningurinn gildir til 31. janúar 2028. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýr kjarasamningur á milli Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) og Leikfélags Reykjavíkur (LR), vegna leikara og dansara í Borgarleikhúsinu, var samþykktur samhljóða í dag, að því er fram kemur í tilkynningu.

Leikarar og dansarar við Borgarleikhúsið höfðu verið kjarasamningslausir síðan í upphafi síðasta árs.

Nýi samningurinn gildir til 31. janúar 2028.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert