Setti hljóðdeyfi á stolinn riffil: Tveir handteknir

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu grein­ir frá því að ný­verið hafi riffli verið stolið úr versl­un á höfuðborg­ar­svæðinu og að bönd­in hafi beinst fljótt að ákveðnum manni. Sá var hand­tek­inn nokkru síðar, játaði sök og vísaði á vopnið, sem reynd­ist óhlaðið.

Þetta kem­ur fram í færslu sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu birti á Face­book. 

„Á það var þá hins veg­ar kom­inn hljóðdeyf­ir, sem ann­ar maður hafði keypt í millitíðinni og látið setja á vopnið. Sá maður var líka hand­tek­inn og í fram­hald­inu var farið í hús­leit í hí­býli hans. Þar var að finna fleiri skot­vopn og skot­færi og var það sömu­leiðis hald­lagt, en vörslu þeirra var ábóta­vant og ekki í sam­ræmi við ákvæði vopna­laga. Viðkom­andi var með skot­vopna­leyfi en það var sam­stund­is aft­ur­kallað. Hinum stolna riffli var hins veg­ar komið aft­ur í rétt­ar hend­ur,“ seg­ir lög­regl­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert