Tan vill byggja þrjú hótel í Skálafelli

Hótelkeðja í eigu Vincents Tans vill byggja í Skálafelli.
Hótelkeðja í eigu Vincents Tans vill byggja í Skálafelli. AFP

Berjaya Hotels Iceland hf. hefur sent umsókn til Reykjavíkurborgar um mikla uppbyggingu hótelstarfsemi við rætur Skálafells. Er hótelkeðjan með áform um þrjú lúxushótel þar.

Heildarfermetrafjöldi er áætlaður 70 þúsund. Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa hefur fengið umsóknina til meðferðar. Óskað er eftir því við borgina að unnið verði deiliskipulag fyrir umrætt svæði í hlíðum Skálafells. Í skipulagslýsingu, sem unnin er af T.ark arkitektum, segir að lýsingin nái til Kýrhólsflóa og Stóra-Bugðuflóa við Skálafell.

Berjaya Hotels er í eigu malasískrar hótelsamsteypu og rekur sjö hótel í Reykjavík og sex á landsbyggðinni. Stofnandi Berjaya Corporation er milljarðamæringurinn Vincent Tan, sem einnig á enska knattspyrnufélagið Cardiff City. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka