Tveimur konum sleppt úr haldi

Fimm sitja áfram í gæsluvarðhaldi.
Fimm sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Tvær konur sem hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglustjórans á Suðurlandi á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun var sleppt úr haldi í dag. 

Sitja fimm einstaklingar áfram í gæsluvarðhaldi, fjórir karlmenn og ein kona. 

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi í færslu á Facebook. 

Segir þar að rannsókn málsins miði vel en að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert