Vara við styrkjum í dagskrárgerð RÚV

Fimm stjórnarmenn segja að varhugavert sé að taka við styrkjum …
Fimm stjórnarmenn segja að varhugavert sé að taka við styrkjum frá hagsmunaaðilum vegna dagskrárgerðar stofnunarinnar. mbl.is/Eyþór

Stjórnendur Ríkisútvarpsins eru varaðir við því að taka við styrkjum frá hagsmunaaðilum í tengslum við dagskrárgerð. Þetta kemur fram í bókun sem fimm stjórnarmenn lögðu fram á síðasta fundi stjórnar RÚV. Fundurinn var haldinn 28. febrúar en fundargerð var birt um helgina.

Bókunin var lögð fram í tengslum við minnisblað með upplýsingum um hvaða viðmið RÚV hefði þegar kæmi að kostaðri umfjöllun. Stjórnarmaðurinn Ingvar Smári Birgisson hafði óskað eftir þeim upplýsingum.

Stjórnarmennirnir Ingvar Smári Birgisson, Aron Ólafsson, Mörður Áslaugarson, Rósa Kristinsdóttir og Þráinn Óskarsson bókuðu eftirfarandi:

„Varhugavert er að taka við styrkjum frá hagsmunaaðilum í tengslum við dagskrárgerð. Í því sambandi vísast til Life Icewater-verkefnisins, þar sem fyrirhugað er að stofnunin fái styrk frá Evrópusambandinu í tengslum við umfjöllun sína um verkefnið, sem lýtur að því markmiði að efla og flýta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Hvatt er til þess að stofnunin móti sér viðmið um í hvaða tilvikum sé tekið við styrkjum í tengslum við dagskrárgerð.“

Samstarfsaðilar greiða laun

Ingvar Smári hafði spurt á stjórnarfundi 18. desember síðastliðinn hvort reglur væru um kostaða umfjöllun, í hvaða tilvikum slík umfjöllun væri heimil og hvernig ritstjórnarfrelsi stofnunarinnar væri tryggt þegar RÚV fær greitt fyrir umfjöllun. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hvort fordæmi væru fyrir kostaðri umfjöllun hjá RÚV á síðustu fimm árum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert