Miklar hækkanir eru boðaðar á áskriftarverði hjá sjónvarpsstöðvum Sýnar frá og með næstu mánaðamótum.
Efnisveitan Stöð 2+ með auglýsingum hækkar úr 3.990 krónum á mánuði í 4.990 krónur. Nemur hækkunin um 25 prósentum.
Stöð 2+ án auglýsinga hækkar um 5%, í 6.490 krónur á mánuði.
Bæði Stöð 2 Sport Ísland og Stöð 2 Sport erlent hækka úr 5.990 krónum í 6.990 krónur á mánuði. Nemur hækkunin 17%.
Viðskiptavinir hafa mátt sætta sig við miklar hækkanir á umræddum áskriftum síðasta árið. Fyrir ári kostaði áskrift að Stöð 2 Sport Ísland 4.990 krónur. Nemur hækkunin á einu ári 40%.
Stöð 2+ án auglýsinga kostaði 4.990 krónur fram til 1. júní í fyrra er verð var síðast hækkað. Með boðaðri hækkun um næstu mánaðamót hefur verðið verið hækkað um 30% á tíu mánaða tímabili.