Ekki hægt að framfylgja lögum og stefnu án úrræða

Skýrslan var kynnt á Þjóðminjasafninu í dag.
Skýrslan var kynnt á Þjóðminjasafninu í dag. mbl.is/Karítas

„Við get­um gert mun bet­ur, skýrsl­an sýn­ir það. Svo er líka þetta ósam­ræmi inn­an kerfa og á milli kerfa og á milli embætta, til dæm­is lög­reglu­embætta,“ seg­ir Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna, um niður­stöður skýrslu um barn­væna rétt­ar­vörslu, sem kynnt­ar voru í dag.

Skýrsl­an leiðir í ljós að ís­lenskt rétt­ar­kerfi upp­fyll­ir ekki að fullu alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar um barn­væna rétt­ar­vörslu og sam­ræm­ist fram­kvæmd í mörgu til­liti ekki rétt­ind­um barna sam­kvæmt Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.

Einnig kem­ur fram að þrátt fyr­ir al­menna viðleitni stofn­ana til að taka mið af rétt­ind­um barna, sé tals­vert ósam­ræmi inn­an kerf­is­ins hvað varðar skiln­ing mis­mun­andi aðila á hlut­verki, skyld­um og fram­kvæmd, bæði inn­an og utan ákveðinna mál­efna­sviða. 

Börn enn vistuð í Flata­hrauni

Fram kem­ur að börn upp­lifi mörg óþarfa hörku af hálfu lög­regl­unn­ar og að ekki sé alltaf hægt að rétt­læta beit­ingu þving­un­ar. Þá eru frels­is­svipt­ing­ar börn­um mjög þung­bær­ar í flest­um til­fell­um og valda þeim mik­illi van­líðan.

Börn sem neyðar­vistuð hafa verið á lög­reglu­stöðinni í Flata­hrauni í Hafn­ar­f­irði, lýsa aðstæðum þar skelfi­leg­um. Umboðsmaður barna hef­ur ít­rekað gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að börn séu neyðar­vistuð á lög­reglu­stöðinni, enda eru aðstæður þær óviðun­andi fyr­ir börn.

Hafa börn verið vistuð þar frá því í lok októ­ber á síðasta ári, þrátt fyr­ir yf­ir­lýsta stefnu stjórn­valda um að börn séu ekki vistuð í fanga­klef­um, óháð því hvaða ástæður liggja að baki frels­is­svipt­ingu. Hef­ur umboðsmaður sagt að skort­ur á viðeig­andi úrræðum geti ekki rétt­lætt slíka vist­un.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Sal­vör Nor­dal, umboðsmaður barna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þarf að bretta upp erm­ar og láta verk­in tala

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Sal­vör ekki nóg að hafa skýr­an og góðan lag­aramma, ef eng­in úrræði eru til staðar til að fylgja eft­ir lög­um og stefnu stjórn­valda.

Nú sé mik­il­vægt að koma á fót viðeig­andi úrræðum fyr­ir börn sem glíma við hegðunar- og fíkni­vanda eða brjóta af sér.

„Það þarf að hafa út­hald til að koma þessu á legg, ná ár­angri og halda ár­angri, þannig að þetta sé ekki bara gert í átaki á 20 ára fresti. Það ligg­ur al­veg fyr­ir hjá þeim sem vinna í þess­um mála­flokki, hvað vant­ar og hvað þarf. Nú þarf að bretta upp erm­arn­ar og láta verk­in tala,“ seg­ir Sal­vör.

Einnig sé mik­il­vægt að afla betri upp­lýs­inga um af­drif þeirra barna sem glíma við hvað þyngst­an vanda.

„Þannig við átt­um okk­ur á því hvaða af­leiðing­ar það hef­ur að börn eru ekki að fá meðferð eða eru vistuð við óviðun­andi aðstæður, til langs tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert