Ekki hirt um farþegaupplýsingar

Til stendur að breyta lögum um farþegaupplýsingar.
Til stendur að breyta lögum um farþegaupplýsingar. mbl.is/Karítas

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það furðu gegna að íslensk stjórnvöld hafi ekki hirt um það svo árum skipti að afla nauðsynlegra upplýsinga um farþega og áhafnir einstakra flugfélaga evrópskra sem fljúga til og frá Íslandi, enda standi lög til annars.

Þetta kemur m.a. fram í umsögn lögreglustjórans um frumvarp dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi, þar sem mælt er fyrir um breytingar á lögum um landamæri, lögreglulögum og tollalögum. Frumvarpinu er ætlað, þegar að lögum verður, að sjá til þess að yfirvöld fái allar nauðsynlegar upplýsingar um farþega og áhafnir frá flugfélögum og öðrum flytjendum.

Nokkur flugfélög hafa ekki afhent yfirvöldum farþegalista sína við komu hingað til lands og komist upp með það hingað til og borið við regluverki Evrópusambandsins um persónuvernd.

Hefur þetta leitt til þess að farþegaupplýsingar um 7% þeirra sem hingað koma frá öðrum löndum innan Schengen-svæðisins hefur skort. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka