Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja samtal við Vegagerðina um að setja upp nýja ljósastýrða gangbraut á Hringbraut.
Henni er ætlaður staður við Sæmundargötu, nálægt háskólanum. Rúmlega 100 metrum norðar á Hringbraut, við Þjóðminjasafnið, er gangbraut með ljósastýringu.
Mikil umferð er um Hringbraut alla daga, ekki síst á háannatíma, og langar bílaraðir geta myndast við gangbrautir og nálægt hringtorg, Melatorg. Frá torginu að Ánanaustum eru sex ljósastýrðar gangbrautir.
Við afgreiðslu málsins í ráðinu voru lögð fram margvísleg gögn. Þar má sjá að árið 2013 tók Reykjavíkurborg ákvörðun, í samráði við veghaldara Hringbrautar, Vegagerðina, að gera ljósastýrða gangbraut yfir Hringbraut á móts við Sæmundargötu.
Gönguljósin áttu að vera í beinu framhaldi af hjólreiðastíg sem hafði verið ákveðið að leggja eftir Sæmundargötu. Voru framkvæmdir hafnar í september 2013 án þess að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu væri tilkynnt um þær.
Í kjölfar þess að lögreglan setti sig upp á móti framkvæmdinni ákvað þáverandi meirihluti í borginni að hætta við hana.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag