Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tekur á morgun þátt í leiðtogafundi í París um málefni Úkraínu.
Á fundinum munu leiðtogarnir ræða um áframhaldandi stuðning við Úkraínu, viðræður um vopnahlé og hvernig megi tryggja frið og öryggi í Úkraínu til frambúðar, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Gestgjafi fundarins er Emmanuel Macron, forseti Frakklands, en um 30 þjóðarleiðtogar sækja fundinn sem haldinn verður í Elysée-höll.