Lögreglumaður kýldur og annar bitinn

Þrír gista fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið.
Þrír gista fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöld vegna ökumanns sem hafði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Bifreiðin endaði á vegriði og var óökufær en hvorki ökumaður né né vegfarendur urðu fyrir meiðslum. Ökumaðurinn var 17 ára og voru foreldrar hans upplýstir um málsatvik.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 68 mál eru skráð í kerfi lögreglu á þessum tíma og gista þrír fangageymslur vegna rannsóknar mála.

Lögreglan á lögreglustöð 1, sem sinnir austurbæ, veturbæ og Seltjarnarnesi, var kölluð til vegna farþega sem gat ekki greitt fyrir leigubíl en farþeginn sakaði ökumann um líkamsárás. Þá var ölvuðum mönnum vísað úr safni í miðborginni. Þá hafði lögreglan afskipti af manni vegna grund um vörslu þýfis og var lagt hald á það.

Lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, hafði eftirlit með hópamyndum ungmenna við verslunarkjarna.  Eitt ungmenni hafði sig mest í frammi og gekk öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá. Ungmenni kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa í handjárn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka