Nokkrir með stöðu sakbornings

Frá Reykholti.
Frá Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn lögreglu í máli er varðar grun um alvarlegt ofbeldisbrot í Reykholti í Biskupsstungum í lok apríl á síðasta ári er að mestu lokið.

„Rannsókninni er að mestu leyti lokið. Málið kom aftur til okkar í smá skoðun til viðbótar en það verður sent til héraðssaksóknara á næstunni,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við mbl.is.

Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en nokkrir hafa stöðu sakbornings að sögn Sveins.

Þrír karlmenn og ein kona, allt Íslendingar, voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en sá sem varð fyrir ofbeldinu var eldri maður með maltneskt ríkisfang. Brotin vörðuðu meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka