Samningum sagt upp við kennara og leigusala

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Reynir Karlsson, skiptastjóri í þrotabúinu, segir aðstandendur skólans enn halda í vonina að það takist að bjarga skólanum.

„Ég veit ekki hvernig það endar, það er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir Reynir.

Mikil saga og merkilegt starf

Aðspurður segir Reynir að búið sé að segja upp samningum við kennara og leigusala en hann geti ekki tjáð sig nánar um stöðu skólans eins og er.

„Ég kem ekki beint að tilraunum til að bjarga skólanum. Ef menn ákveða að fara í einhverjar björgunaraðgerðir, þá kem ég eingöngu að þeim sem skiptastjóri þrotabúsins og innan þeirra lagaheimilda sem eiga við. Hvernig menn ætla að fara að því liggur ekki ljóst fyrir enn þá,“ segir Reynir.

„Það er að mörgu leyti mikil saga þarna á bakvið og að mörgu leyti merkilegt starf sem hefur farið þarna fram.“

Reynir segir að búið sé að segja upp samningum við …
Reynir segir að búið sé að segja upp samningum við kennara og leigusala. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert