Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis, verður áfram á launum hjá félaginu næstu tvö og hálfa árið.
Þórarinn vék frá formennsku snemma í október á síðasta ári. Starfslokasamningurinn kostar félagið tæpar 70 milljónir króna.
Vísir greinir frá.
Segir þar að stjórn félagsins hafi á síðasta ári gert starfslokasamning við Þórarin um að hann yrði áfram á launum næstu tvö og hálfa árið, sem var sá tími sem hann átti eftir í embætti er hann vék frá störfum, og er heildarupphæð vegna samningsins tæpar 70 milljónir króna.
Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis á morgun.
Þórarinn var kjörinn formaður Sameykis í mars 2021 og svo sjálfkjörinn í embættið 2024.
Honum var vikið úr starfi eftir ásakanir um að hann hafi gengið of hart fram gegn starfsfólki Sameykis.
Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í október 2024 kom fram að ágreiningur hefði verið milli Þórarins og stjórnar félagsins um nokkurt skeið.