Styrmir, Sigþrúður og Berglind nýir stjórnendur

Styrmir Erlingsson, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Berglind Magnúsdóttir.
Styrmir Erlingsson, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Berglind Magnúsdóttir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Sigþrúður Erla Arnardóttir, Styrmir Erlingsson og Berglind Magnúsdóttir hafa tekið við nýjum hlutverkum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Sigþrúður Erla hefur verið ráðin skrifstofustjóri ráðgjafarþjónustu á skrifstofu velferðarsviðs. Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra Vesturmiðstöðvar. Við starfi framkvæmdastjóra tekur Styrmir, sem er framkvæmdastjóri Rafrænnar miðstöðvar, og mun hann gegna báðum störfum.

Þá hefur Berglind verið ráðin skrifstofustjóri öldrunarmála á skrifstofu velferðarsviðs.

Öll munu þau sitja í framkvæmdastjórn velferðarsviðs, að því er segir á vef Reykjavíkurborgar.

Öll hafa þau Sigþrúður, Styrmir og Berglind umfangsmikla reynslu af störfum í velferðarþjónustu og hafa öll tekið þátt í stefnumótunarvinnu sviðsins á undanförnum árum, segir enn fremur. 

Nánar á vef Reykjavíkurborgar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert